© 2023 by Name of Site. Proudly created with Wix.com

  • Facebook Social Icon
  • Twitter Social Icon
  • Google+ Social Icon

SAKNAÐ - íslensk mannshvörf er komin út og er hún seld í flestur bóka og matvöruverslunum.

SAKNAÐ - íslensk mannshvörf kemur út 14. nóvember 2019

ÚTGÁFUSAMNINGUR VIÐ ÓÐINSAUGA

31.07.2019.

Þann 24. júlí, síðastliðinn var skrifað undir útgafusamning við Óðinsauga sem kemur til með að gefa út bókina SAKNAÐ - íslensk mannshvörf eftir Bjarka Hólmgeir Hall. Áætlað er að bókin komi út í kringum mánaðar- mótin október/nóvember.
 


Af því tilefni var tekin ljósmynd frá handsali samnings. Frá vinstri Huginn Thor Grétatsson, Bjarki Hólmgeir Hall og Kristian Guttesen.

MANNSHVÖRF Í JÚNÍ

30.06.2019.

Samkvæmt gögnum mannshvörf.is hafa fjórtán manns horfið á því tímabili sem stuðst er við í gagnaöflun. Tvær konur, eitt barn og ellefu karlmenn.

01.06.2016 Zaki Ibrahim Hala Mohamed, 47 ára: Íslenskur ríkisborgari og hafði búið hér heima og starfað í nokkur ár. Samkvæmt íslenskum yfirvöldum hvarf hún í fæðingarlandi sínu, Egyptalandi, en á vef Interpol segir að hún hafi horfið á Íslandi.

02.06.1974 Reynir Dagbjartsson, 18 ára: Talinn hafa drukknað í Reyðarvatni í Lundarreykjadal.

04.06.2008 Jakob Fenger, 56 ára: Talinn hafa horfið með skútu á hafsvæði skammt frá Bermúdaeyjum.

12.06.1970 Jón Albert Þorvarðarson, 73ja ára: Vitavörður í Gróttuvita. Talinn hafa fallið úr bát sínum sem fannst mannlaus skammt frá Gróttu.

17.06.1978 Stefán Ragnar Ægisson, 18 ára, Símon Jóhann Hilmarsson, 18 ára, Gunnar Jónsson, 17 ára, og Egill Antonsson, 16 ára: Það síðasta sem vitað er um ferðir þessara fjórmenninga er að tveir lögreglumenn á Dalvík sáu þá sigla þaðan á litlum árabáti með utanborðsmótor áleiðis til Hríseyjar. Samkvæmt framburði áðurnefndra lögreglumanna fylgdust þeir með þeim í sjónauka uns þeir voru komnir inn fyrir innsiglinguna í Hrísey. Enginn í Hrísey kannast samt við að hafa orðið þeirra var og aldrei fannst neitt sem tengist mönnunum fjórum nema ein ár sem talin var vera úr bátnum og skór sem talinn var vera af einum þeirra.

17.06.1986 Guðný Helga Hrafnsdóttir Tulinius, 19 ára: Hvarf sporlaust í Noregi.

19.06.1941 Runólfur Kristberg Einarsson, 3ja ára: Fór ásamt systur sinni og fleiri börnum frá bænum Dalalandi í Vopnafirði til að færa föður sínum og fleiri mönnum, er unnu að lagfæringu hestaslóða í fjallinu skammt frá bænum, kaffi og matabita. Varð viðskila við hin börnin á bakaleiðinni. Yngri bróðir hans, Geirfinnur hvarf í Keflavík árið 1974.

19.06.1994 Valgeir Víðisson, 29 ára: Hvarf frá heimili sínu, Laugavegi 143 í Reykjavík, á reiðhjóli að kvöldi til. Ákveðnar vísbendingar hafa löngum þótt benda til þess að hann hafi horfið af mannavöldum.

27.06.1947 Pétur E inarsson, 63ja ára: Búsettur að Vesturvegi 13 á Seyðisfirði er hann hvarf. Talinn hafa drukknað í Fjarðará.

30.06.1931 Ásmundur Hjörtur Einarsson, 19 ára: Sást síðast í Kollafirði skammt frá Reykjavík. Talinn hafa horfið með kajak sem hann átti og mögule gt var talið að hann hafi verið á þegar hann hvarf.

Hafir þú upplýsingar um ofantöld eða önnur mannshvörf er hægt að veita upplýsingar í gegnum mannshvarf@gmail.com. Fullum trúnaði er heitið.

MANNSHVÖRF Í MAÍ

30.05.2019.

Samkvæmt gögnum mannshvörf.is hafa tólf einstaklingar horfið í maí á því tímabili sem miðast er við í gagna- öflun vefsinns, eða frá 1920-2019. Tíu karl-menn, ein kona og eitt barn.

00.05.1930 - Sveinfríður Einarsdóttir, 22ja ára: Búsett á Sauðárkróki. Ekki liggur fyrir nákvæm dagsetning á hvarfi Sveinfríðar en vitað er að hún hvarf að vori eftir að hafa farið frá vinkonu sinni á Sauðárkróki og var hún þá á heimleið.

 

02.05.1975 - Sigurður Þórir Ágústsson, 48 ára: Flugvirki, búsettur að Sogavegi 78 í Reykjavík. Bifreið hans fannst skammt frá Reykjanesvita. Sporhundar röktu slóð hans frá bílnum fram á bjargbrún, þaðan niður í fjöru og aftur að bílnum.

 

03.05.1932 - Þorsteinn Þorsteinsson, 58 ára: Búsettur að Hámundarstöðum á Árskógsströnd. Hafði dvalið á gistiheimili á Akureyri í einhvern tíma er hann hvarf þaðan.

 

10.05.1952 - Vilhjálmur Guðjónsson, 50 ára: Fór frá Reykjavík til Vestmannaeyja með strandferðaskipinu Heklu en ekki liggur fullkomlega ljóst fyrir hvort hann fór alla leið með skipinu og fór þar í land eða féll útbyrðis á leiðinni.

 

12.05.1969 - Bernard Journet, 22ja ára: Franskur ferðamaður sem kom til Vestmannaeyja árið 1967 en ílengdist þar og vann fyrir sér í fiski. Síðast sást til hans fótgangandi á leið inn Herjólfsdal.

 

16.05.1946 - Baldvin Baldvinsson, 69 ára: Frá Svalbarði á Svalbarðsströnd en var búsettur á Akureyri er hann hvarf þaðan sporlaust.

 

17.05.1950 - Matthías Ásgeirs Pálsson, 6 ára: Búsettur á Flateyri og talinn hafa fallið í höfnina þar.

 

19.05.1979 - Ólafur Haraldur Kjartansson, 25 ára: Fór frá heimili sínu, Sandholum í Bitrufirði, og hvarf. Skömmu síðar fannst bátur hans á floti úti á

firðinum og var talið að hann hafi fallið útbyrðis.

 

23.05.1939 - Tryggvi Júlíus Guðmundsson, 73ja ára: Fór frá heimili sínu að Lundargötu 4 á Akureyri og sást ekki eftir það. Bátur sem hann átti fannst þó skammt frá landi og var talið að hann hafi fallið í sjóinn er hann var að ýta honum frá landi.

 

23.05.1964 - Jónatan Árnason, 49 ára: Frá Flatey á Skjálfanda en var búsettur að Brimarhóli í Vestmannaeyjum er hann hvarf. Ungur Vestmannaeyingur drukknaði og annar var hætt kominn er þeir tóku þátt í leit að Jónatan.

 

26.05.1985 - Stefán Þór Hafsteinsson, 25 ára: Talinn hafa drukknað í Þingvallavatni.

 

29.05.1977 - Sturla Valgarðsson, 22ja ára: Vélstjóramenntaður, búsettur að Brekkubyggð 6 á Blönduósi þar sem hann hvarf.

Búir þú yfir upplýsingum of mannshvörf er hægt að hafa samband með tölvupósti mannshvarf@gmail.com - FULLUM TRÚNAÐI ER HEITIÐ

FIMM MANNSHVÖRF Í APRÍL

26.04.2019

Samkvæmt gögnum mannshvörf.is hafa fimm einstaklingar horfið í aprílmánuði. Fjórir karlmenn og ein kona. 

01.04.1959 - Halldór Halldórsson 62 ára: Búsettur í Kanada. Hafði sagt nágranakonu sinni að hann ætlaði að fara og ná fram hefndum á morðingja dóttur sinnar og hefur ekki sést síðan.

03.04.1948 - Ragnar Guðmundsson 35 ára: Búsettur að Ferjubakka í Borgarfirði. Hafði farið til erindagjarða að Hvanneyri er hann hvarf og hafði ætla að taka sér far með mjólkurbílnum en bílstjórinn kannaðist ekki við að hafa tekið hann upp í.

14.04.1951 - Svavar Þórarinsson 34 ára: Búsettur að Bragagötu 38 í Reykjavík er hann hvarf. Hann tók sér far með strandferðaskipinu Herðubreið en eftir að hann var saknað virtist enginn gera sér fullkomlega grein fyrir því hvort hann hafi farið einhverstaðar í land á viðkomustöðum skipsinns eða fallið fyrir borð.

21.04.1957 - Lárus Stefánsson 60 ára: Fór að óljósum ástæðum frá heimili sínu, Tjarnargötu 1 í Sandgerði og hefur ekki sést síðan.

28.04.1987 - Eva Bryndís Karlsdóttir 52 ára: Hvarf sporlaust frá heimili sínu í Vestmannaeyjum klukkan þrjú að nóttu til.

mannshvarf@gmail.com

MANNSHVÖRF Í MARS

23.03.2019.

25.03.1932 - Gunnlaugur Ólafsson Arnfeld 30 ára: Hvarf á Akureyri. Var ný kominn aftur til Íslands frá vesturheimi eftir að hafa mist þar konu sína og barn af slysförum.

26.03.1972 - Sverrir Kristinsson 22 ára: Frá Höfnum á Reyjanesi. Stundaði nám í Háskóla Íslands og bjó á Nýja Garði. Hvarf þaðan skömmu eftir að leigubíll hafði ekið honum heim eftir dansleik í skemmtistaðnum Klúbbnum. Af ókunnum ástæðum reyndi lögregla að spyrða hvarf Sverris inn í Guðmundar og Geirfinnsmálið með því að fá þá sem síðar voru dæmd til að játa á sig morð á Sverri þrátt fyrir að lögregla teldi það af og frá að hvarf hans hafi orðið með saknæmum hætti á þeim tíma þegar Sverris var leitað.

31.03.2013 - Friðrik Kristjánsson 30 ára: Hvarf sporlaust í Paragvæ. Talið er að hvarf hans hafi orðið með saknæmum hætti og var annar íslendingur grunaður um aðild að því um tíma án þess þó að hægt væri að sanna það.

LEITIN AF JÓNI ÞRESTI ENN ÁRNGURSLAUS

17.03.2019.

Leitin að jóni Þresti Jónssyni sem hvarf i Dublin á Írlandi 9. febrúar síðastliðinn hefur enn engann árangur borið. Síðast sást til hans í öryggismyndavélum skammt frá hótelin sem hann dvaldi á í Whiat Hall hverfinu í Dubblin.

Unnusta Jóns og bræður hans hafa dvalið löngum stundu þar ytra eftir að hann hvarf til að leita hans en samkvæmt síðustu fréttum er að talið að sést hafi til hans fara upp í leigubíl skammt frá þeim stað er hann kom síðast í mynd. 

Jón sem fór út af hótelinu sem hann dvaldi á, kl 11:00 um morguninn er um 190 cm á hæð klæddur í svarta úlpu. Hér fyrir neðan má sá myndband úr öryggismyndavélum þar sem sést til Jóns skömmu fyrir hvarfið.  Lýst hefur verið eftir honum á vef interpool.

-SJÖ HORFIÐ Í FEBRÚAR-

17.02.2019.

26.02.1951 - Hjörtur Bjarnason, 50 ára:  Frá Seyðifirði. Var skipverji á bátnum Víkingi sem lá við bryggju í Aberdeen í Skotlandi er hann hvarf. Hafði hann orðið viðskila við tvo skipsfélaga sína á veitingastað í Aberdeen er þeir fóru út að skemmta sér og sást ekki eftir það.


06.02.1965 - Jón Gunnar Pétursson, 19 ára: Frá Hólmavík. Var háseti á Skúla Magnússyni sem lá við bryggju í Cuxhaven í Þýskalandi. Fór hann ásamt tveim skipsfélögum sínum að skoða bæjarlífið en varð viðskila við þá og sást ekki eftir það.


17.02.1973 - Kristinn Ísfeld, 29 ára: Ólst upp á Patreksfirði. Síðasti dvalarstaður hans svo vitað sé var í Hjálpræðishernum og sást síðast til hans svo öruggt sé í nágrenni þeirra húsakynna.


08.06.1976 - Þórarinn Gestsson, 24ra ára: Búsettur á bænum Forsæti í Villingaholtshreppi en sótti vinnu á Selfoss. Sást síðast skammt frá brúnni yfir Ölfusá á Selfossi.


12.02.1980 - Guðlaugur Kristmannsson, 56 ára: Fór fótgangandi frá heimili sínu, Granaskjóli 4 í Reykjavík, snemma morguns á leið til vinnu en hann var einn af eigendum J.B.P verslunar sem var til húsa á horni Mýrargötu og Ægisgötu.


06.02.2013 - Grétar Guðfinnsson, 45 ára: Hvarf frá heimili sínu á Siglufirði. 


24.02.2018 - Haukur Hilmarsson, 32ja ára: Talinn hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi.

- HORFNIR Í JANÚAR -

20.01.2019

00.01.1922 - Árni Magnússon Árnason 20 ára: Hvarf að nóttu til í Reykjavík. Var ættaður úr Aðaldal í suður Þingeyjarsýslu. Nákvæm dagsetting hefur ekki fundist.


30.01.1930 - Friðjón Friðriksson 21 árs: Hvarf af fluttningaskipinu Vestra sem lá við bryggju í hafnarborg í Portúgal.


18.01.1938 - Gísli Ásmundsson 33 ára: Skipverji á bátnum Sviða sem lá við bryggju í hafnarbænum Hull á Englandi er hann hvarf þar sporlaust.


04.01.1945 - Hannes Pálsson 25 ára: Fæddur og uppalinn á Akureyri en var búsettur að Grettisgötu 51 í Reykjavík er hann hvarf á leið til vinnu sinnar snemma morguns. Að sögn ættingja hafði hann sagt skömmu fyrir hvarfið að hann ætti sennilega eftir að koma sér í vandræði því hann ætti það til að stytta sér leið yfir svæði sem herinn hafði til umráða.


30.01.1956 - Jón Erlendsson 26 ára & Jón Ólafsson 22 ára: Báðir búsettir í Keflavík og hurfu þar að nóttu til eftir að hafa yfirgefið dansleik af óljósri ástæði.


01.01.1973 - Erlendur Guðlaugur Jónsson 60 ára: Búsettur að Suðurgötu 40 á Siglufirði og hvarf þaðann að kvöldi til.
 

27.01.1974 - Guðmundur Einarsson 18 ára: Búsettur í húsi sem hét Hraunprýði í Blésugróf í Reyjavík. Hann hvarf sporlaust eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnafirði. Talið er að sést hafi til hans síðast á gangi eftir Hafnafjarðarvegi. Fjögur ungmenni voru dæmd fyrir aðild að hvarfinu í hinu svokallaða Guðmundar og Geirfinnsmáli þó lík hans finndist aldrei og framburðir fjórmenningana væru óáreiðanlegir. Málið var svo endurupptekið og fólkið sýknað fyrir hæstarétti í september 2018.

 

19.01.1985 - Kristján Árnason 29 ára: Hvarf í Reykjavík. Vitni gáfu sig fram eftir að auglýs var eftir honum sem töldu sig hafa sé hann upp í Breiðholti og einnig um borð í Akraborginni á leið upp á Akranes. Við athugun kom þó í ljós að hann hafði ekki keypt sér farmiða með skipinu.

 

26.01.1994 - Júlíus Karlsson 14 ára & Óskar Halldórsson 13 ára: Hurfu svo gott sem sporlaust í Keflavík. Margar ábendingar bárust um hvarf þessara drengja en sennilegast þótti að þeir hefðu fallið fyrir björg við gömlu olíutankana sem stóðu skammt frá höfninni í Keflavík.

 

23.01.2018 - Ríkharður Pétursson 46 ára: Hvarf á Selfossi.

MANNSHVÖRF Í DESEMBER 1930-2018 

23.12.2018.

Sigurlaugur Sigfinnsson 28 ára - Hvarf í Hafnafirði 23. desember árið 1933.


Árni Ólafsson 49 ára - Hvarf á Akureyri 19. desember árið 1946.

 

Pétur Guðmundsson 35 ára - Hvarf í Reykjavík 15. desember árið 1956.

 

Bárður Jónsson 68 ára - Hvarf í Kópavogi 30. desember árið 1963.

 

Elísabet Bahr Ingólfsson 39 ára - Hvarf í Reykjavík 14. desember árið 1965.

 

Jón Ólafsson 47 ára - Hvarf á suðurlandi 24. desember árið 1987.

 

Sigtryggur Jónsson 73 ára - Hvarf á Akureyri 23. desember árið 1993.

 

Þorleifur Hallgrímur Kristínarson 20 ára - Hvarf í Frederikshavn‎, Danmörku 12. desember árið 2014.

 

Guðmundur Geir Sveinsson 41 árs - Hvarf á Selfossi 26. desember árið 2015.

 

Engar ljósmyndir eru til í gagnagrunni mannshvörf.is af Sigurlaugi og Guðmundi Geir.

- MANNSHVÖRF Í NÓVEMBER -

16.11.2018.

Jón Þórður Sveinsson var 34 ára gamall háseti á Belgaum, búsettur að Óðinsgötu 17 í Reykjavík. Hann var giftur tveggja barna faðir er hann hvarf 1.nóvember árið 1929 í Grimsby á Englandi. Þegar Belgaum ætlaði að fara leggja úr höfn kom í ljós að hann var ekki um borð. Hann hefur aldrei fundist og gert var ráð fyrir að hann hafi fallið milli skips og bryggju. 


Gísli Jóhannsson var 42 ár gamall skipstjóri á Akureyri er hann hvarf sporlaust frá heimili sínu, Fjólugötu 3 á Akureyri 21. nóvember árið 1943, um klukkan 19:30. Hann var ókvæntur og barnslaus. 


Magnús Teitsson var 60 ára gamall framkvæmdarstjóri af þýskum uppruna. Hann var giftur fjölskyldufaðir búsettur að Þinghólsbraut 63 í Kópavogi. Áður en hann hlaut íslenskan ríkisborgararétt hét hann Max Robert Heinrich Keil og var ættaður frá Berlín. Hann fór um miðjan dag 30. nóvember árið 1968 að húsinu Strönd í landi Sæbóls í Kópavogi til að aðstoða kunningja sinn við bókhaldið en hafði sagt eiginkonu sinni að hann kæmi heim aftur í kvöldmat um klukkan 19. Þar sem Magnús var gríðarlega stundvís að eðlisfari undraði konu hans að hann væri ekki kominn heim á áður tilgreindum tíma. Er klukkan nálgaðist 20 leit hún út og sá að bifreið hans af Volkswagen gerð með skráningarnúmerið Y33, sem hann hafði farið á stóð í heimkeyrslunni. Þegar betur var að gáð kom í ljós að lyklar bifreiðarinnar voru í læsingu bílstjórahurðarinnar. Fljótlega upp úr því hófst umfangsmikil leit sem aldrei skilaði neinu. 


Kristjón Ágústsson Tromberg húsgagnabólstrari í Reykjavík hvarf 47 ára gamall 24. nóvember árið 1969. Síðast er vitað um ferðir hans á Ásvallagötu í Reykjavík um kl 18 daginn sem hann hvarf en síðar gaf sig fram vitni sem taldi sig hafa séð hann á gangi í Gálgahrauni í Hafnarfirði fjórum dögum eftir að vitað er um um ferðir hans á Ásvallagötu. Kristjón var fjölskyldumaður. Ekkert hefur spurst til hans eftir þetta né nokkuð fundist sem gefið getur til kynna hver örlög hans urðu.

Jón Reykjalín Valdimarsson, 49 ára gamall hvarf sporlaust í Keflavík 13. nóvember árið 1970. Hann var ókvæntur og barnslaus, búsettur að Aðalgötu 9 í Keflavík ásamt móður sinni og bróður. Síðast er vitað um ferðir hans á Hafnargötu í Keflavík um klukkan 17 daginn sem hann hvarf. 


Geirfinnur Einarsson, 32 ára vinnuvélastjórnandi hjá Ellert Skúlasyni hvarf sporlaust eftir að hafa verið boðaður á dularfullt stefnumót i Hafnarbúðinni í Keflavík þriðjudagskvöldið 19. nóvember árið 1974. Geirfinnur hafði ætlað í kvikmyndahús með vinnufélaga sínum en þeir unnu við ámokstur í grjótnámum í tengslum við hafnarfræmkvæmdir í Sandgerði. Þegar vinnunnufélagi Geirfinns, Þórður Ingimarsson kom að sækja hann sagðist Geirfinnur ekki geta komið með honum þar sem hann þyrfti að hitta mann, eða menn í Hafnarbúðinni kl 22:00. Geirfinnur sagði Þórði að hann teldi þetta undarlega því honum hafði verið uppálagt að koma einn, fótgangandi og að enginn mætti vita af þessu stefnumóti. Geirfinnur sagði Þórði að hann vissi ekki hverja hann væri að fara hitta en í gögnum málsins telur Þórður þó að Geirfinnur hafi haft einhverjar hugmynd um það. Geirfinnur á einnig að hafa sagt við Þórð að kannski væri réttast að vera vopnaður. Rétt fyrir klukkan 22 keyrir Þórður svo Geirfinn í átt að Hafnarbúðinni, fer hann úr bifreiðinni í hvarfi við búðina og gengur síðasta spölinn. Hann kaupir einn sígarettupakka í Hafnarbúðinni, skiptist á nokkrum orðum við afgreiðslukonuna og heldur svo heim fótgangandi. Um 15 mínútum síðar kemur óþekktur maður inn í Hafnarbúðina, aðspurður segir hann afgreiðslukonunni að hann ætli ekkert að versla en biður svo skömmu síðar um að fá að nota síma sem hann og fær. Um svipað leiti er Geirfinnur nýkominn heim aftur og berst þá símtal sem sonur hans svarar og biður hrjúf karlsmannsrödd á hinni línunni um Geirfinn í símann. Geirfinnur heyrist segja "ég er búinn að koma" og skömmu síðar " allt í lagi, ég kem". Við svo búið fór hann út og ók bifreið sinni sem var að gerðinni Ford Cortina með skráningarnúmerið Ö1577 í áttina að Hafnarbúðinni en skildi bílinn eftir í hvarfi og gekk síðasta spölinn. Eftir þetta hefur ekkert spurst til hans og var strax í frumrannsókn tekinn sá póll í hæðina að rannsaka hvarf Geirfinns sem sakamál. Ýmsar kenningar hafa verið uppi um mögulega afdrif Geirfinns en málið er enn óupplýst.  Ári áður en Geirfinnur fæðist eða árið 1941 hvarf bróðir hans á heimaslóðum þeirra á Vopnafiri aðeins 3 ára að aldri. Hann hét Runólfur Kristberg.  Geirfinnur var giftur tveggja barna faðir, búsettur að Brekkubraut 15 í Keflavík.


Gunnlaugur Guðmundsson 70 ára að aldri hvarf sporlaust frá heimili sínu, Barmahlíð 50 í Reykjavík að kvöldi 25. nóvember árið 1976. Gunnlaugur var ókvæntur og barnlaus og hafði getið sér gott orð sem dansari. Hann hafði skömmu fyrir hvarfið meðal annars komið fram í sjónvarpsþætti hjá Helga Péturssyni í ríkissjónvarpinu til að sýna og tala um dans. Þar telur hann dansmenningu hafa hrakað á Íslandi.


Guðmundur Finnur Björnsson var tvítugur bifvélavirkjanemi, búsettur að Tjarnargötu í Reykjavík. Hann var ókvæntur, barnlaus og bjó hjá eldri systur sinni. Að kvöldi 22. nóvember árið 1987 fór hann ásamt bróður sínum og vini til skemmta sér í Hollywood við Ármúla. Eftir að hafa staðið í röð fyrir utan staðinn í smá stund hvarf hann úr röðinni og gekk á braut. Síðar sama kvöld verður vaktmaður á Reykjavíkurflugvelli var við Guðmund þar sem hann er kominn inn á flugvallarsvæðið. Vaktmaðurinn hefur þá afskipti af honum og beinir honum út af svæðinu en að sögn mannsins voru samskipti þeirra á góðu nótunum. Hann kveður Guðmund fyrir utan vallarhliðið og horfir á eftir honum ganga í áttina að Öskjuhlíð. Eftir það hefur ekkert spurst til hans. Sporhundar sem fengnir voru til leitarinnar eltu slóð hans frá Hollywood, í gegnum hlíðarnar og út að Reykjavíkurflugvelli en þar var eins og slóðin endaði. Ekkert fannst sem útskýrt gat hvarf Guðmundar.

ÞRJÚ MANNSHVÖRF UPPLÝST Í LIÐINNI VIKU

11.11.2018.

Þrjú mannshvörf upplýstust í liðinni viku. Annarsvegar er um að ræða hvarf Jóhanns Gíslasonar sem hvarf á Alicante á Spáni um miðjan júlí síðastliðinn. Lík Jóhanns fannst þar í landi síðastliðinn fimmtudag og samkvæmt fyrstu fréttum er ekki talið að um neitt saknæmt sé að ræða. Jóhann var 49 ára að aldri.

HVARF TVEGGJA ÍSLENSKRA FJALLGÖNGUMANNA FYRIR 30 ÁRUM TALIÐ UPPLÝST

Bandarískur fjallgögnu maður rakst á líkamsleifar tveiggja manna í síðastliðinni viku við rætur Pumo Ri í Nepal. Hann leitaði að skilríkjum og kom þá í ljós að um líkamsleifar Þorsteins Guðjónssonar og Kristins Rúnarssonar var að ræða. Þeir eru taldir hafa farist á niðurleið af Pumo Ri 18. október árið 1988. Það var fréttavefur Morgunblaðisns sem greindi fyrst frá fundinum og er þar viðtal við Önnu Láru Friðriksdóttur vinkonu Kristins og Þorsteins.


Anna Lára segir  í sam­tali við mbl.is að ekki komi til greina að um aðra sé að ræða en þá Þor­stein og Krist­inn, en banda­ríski maður­inn sem fann þá er enn á fjall­inu og mun vænt­an­lega veita nán­ari upp­lýs­ing­ar síðar. Hún seg­ir að tveir dag­ar séu síðan fyrstu frétt­ir af fundi þeirra Þor­steins og Krist­ins bár­ust hingað til lands og að fregn­um af fundi þeirra hafi verið komið út til aðstand­enda þeirra. „Þetta eru góðar og erfiðar frétt­ir,“ seg­ir Anna Lára. „Það er alltaf gott að geta sett punkt­inn yfir I-ið. Það hefði verið gott fyr­ir for­eldr­ana að fá að jarða börn­in sín,“ bæt­ir hún við, en minn­ing­ar­at­höfn um þá Krist­inn og Þor­stein fór fram 26. nóv­em­ber 1988.  „Þetta er svona eins og þegar menn missa ein­hvern í sjó, það var bara minn­ing­ar­at­höfn þá. Þannig er það og þá er hægt að ljúka þeim þætti núna og það er mjög gott fyr­ir aðstand­end­ur. Þessu er ekki lokið fyrr en þessu er lokið.“

Ari Kristinn Gunnarsson, 30 ára gamall akureyringur hvarf á sömu slóðum við svipaðar aðstæður 6. október árið 1991. Lík hans er enn ófundið.

SAKNAÐ Á SJÓ & LANDI

09.09.2018.

Willy Petersen frá Porkeri í Færeyjum hvarf í  Reykjavík í september 1974. Hann er ekki í skrá lögreglu yfir horfið fólk á Íslandi 

Frá árinu 2017 hefur Bjarki Hólmgeir Hall unnið að upplýsingaöflun um mannshvörf. Sú vinna varð svo síðar til þess að vefsíðan www.mannshvorf.is leit dagsins ljós auk Facebook síðunnar íslensk mannshvörf. Að mestu hefur verið fengist við að safna saman upplýsingum og ljósmyndum af fólki sem hefur, að því er virðis horfið sporlaust. Jafnt er þar átt við íslenska ríkisborgara sem hverfa erlendis eða fólk sem hverfur á Íslandi, sama hvort fólk sé að íslensku eða erlendu bergi brotið.

Upplýsingaöflun hefur mikið til farið fram á vefnum tímarit.is. Einnig hafa borist margar ábendingar og hafa ættingjar í flestum tilfellum verið samvinnufúsir við þetta verkefni. Markmiðið er ekki að rannsaka málin sem slík svo að botn fáist í hvað varð um viðkomandi en forvitnin rekur mann þó oft áfram en því miður skapast þó yfirleitt fleiri spurningar við hvert og eitt svar sem fæst. Mannshvörf geta verið af misjöfnum ástæðum, slys, sjálfsvíg eða manndráp. Aðeins hafa fimm mannshvörf verið rannsökuð svo opinbert sé að geti hafa orðið af mannavöldum. Það eru hvörf Sveinbjörns Jakobssonar árið 1930, Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1974, Valgeirs Víðissonar árið 1994 og Friðriks Krisjánssonar árið 2013.

 

Einnig liggja fyrir gögn sem tilheyra Guðmundar- og Geirfinnsmálinu þar sem lögregla reynir að fá sakborninga til að játa á sig að hafa orðið Sverri Kristinssyni, sem hvarf árið 1972 og Willy Petersen sem hvarf árið 1974, að bana. Það verða þó að teljast undarleg vinnubrögð þar sem lögregla vildi lítið gera með hvarf Sverris á þeim tíma er hann hvarf, Willy Petersen sem var frá Færeyjum er ekki einu sinni á skrám lögreglu yfir horfna einstaklinga á Íslandi og aldrei var gerð nein eftirgrennslan af þeirra hálfu né leit til að leiða í ljós örlög hans. Mögulega mætti leiða líkur að því að bak við sum þeirra mannshvarfa sem orðið hafa á Íslandi liggi diblómatísk friðhelgi en ekki verður farið út í slíkar fullyrðingar hér.

Í september 2018 var hafist handa á vegum mannshvorf.is, við að skrá niður og koma saman lista yfir sem flesta einstaklinga sem horfið hafa, hvort sem við á eiginlega mannshvörf eða af slysförum. Timabilið sem er undir er frá 1930 til 2018. Stuðst var við nýlega útkomna horfinnamannskrá kennslanefndar ríkislögreglustjóra, skrár af vefsvæðinu garður.is um ómerktar eða votar grafir auk þess sem vefsvæðið tímarit.is reyndist gagnlegt. Eins var notast við upplýsingar frá einstakingum sem borist hafa með ýmsum leiðum. Okkur er fullkunnugt um það að listinn er ekki tæmandi vegna takmarkaðs upplýsingaflæðis og er þá sérstakleg um að ræða á fyrrihluta tímabilsins.

Samtals hafa horfið 341 einstaklingur á þessu tímabili. Það skiptist í 227 sem horfið hafa við störf á sjó eða í einhverskonar sjóslysum og 114 sem teljast að hafa horfið með einhverjum hætti á landi. Af þeim 114 sem horfið hafa á landi eru um 80 manns sem horfið hafa sporlaust að því er virðist. Af heildarfjöldanum sem er 341 einstaklingur hafa einungis horfið sex konur, þar af ein á hafi úti.

 

Ennþá er unnið að gagnaöflun varðandi málefnið.

Við viljum endilega minna á Facebooksíðuna okkar sem finna má undir íslensk mannshvörf. Upplýsingar er hægt að senda á mannshvarf@gmail.com.

Í nýlegri ársskýrslu ríkislögreglustjóra vanntar nöfn 33 einstaklinga sem hrofið hafa sporlaust.

NÍTJÁNDI DAGUR JÚNÍMÁNAÐAR

19.06.2018

Heading 1

Tvö mannshvörf eru á skrá hjá okkur sem áttu sér stað á nítjánda degi júnímánaðar. Þau tengjast þó ekki á nokkurn hátt. Annað þessara mannshvarfa er talið hafa orðið með saknæmum hætti og hefur rannsókn þess miðast við að um morð sér að ræða. Það er þó enn óupplýst. Hitt málið sem er frá árinu 1941 hefur þó þá sérstöðu að  það er fyrra mannshvarfið af tveimur sem skekur sömu fjölskyldu.

Að kvöldi 19. júní árið 1994 hvarf Valgeir Víðisson sporlaust frá heimili sínu á Laugavegi 143 í Reykjavík,  á dökkleitu reiðhjóli. Hvorki hann nér reiðhjólið fundust nokkurtíman. Skömmu fyrir hvarfið hafði hann fengið hótanir úr undirheimum Reykjavíkur frá þar valdamiklum mönnum að talið er. Valgeir sjálfur hafði verið viðloinn þessa svokölluðu undirheima og er talið að hvarf hans sem og hótanirnar sem honum höfðu borist tengist fíkniefnaviðskiptum. Margir voru yfirheyrðir í tengslum við málið en aldrei kom í ljós svo yfir allan skynsamlegan vafa væri hafið hver örlög Valgeirs höfðu orðið né heldur hver eða hverjir höfðu átt þar hluta að máli. 

Þann 19. júní árið 1941 fór Runólfur Kristberg Einarsson þriggja ára gamall, ásamt systkinum sínum og öðrum börnum sem búsett voru í Böðvarsdal í Vopnafirði að færa föður hans kaffisopa og matabita  þar sem hann var að vinna í fjallinu fyrir ofan bæinn við að lagfæra reiðgötur ásamt fleirum mönnum. Á bakaleiðinni vildi Runófur snúa við til föður síns og varð svo úr. Hann kom hins vegar aldrei til þeirra er við reiðgöturnar unnu og aldrei fannst neitt sem honum tengdist nema annar skórinn. 

Rúmum 33 árum seinna, eða 19. nóvember árið 1974 hvarf bróðir Runólfs sporlaust í Keflavík eftir að hafa farið til fundar við óþekkta menn í Hafnarbúðinni þar í bæ. Maður þessi hét Geirfinnur Einarsson og varð hvarf hans síðar hluti af hinum alræmdur Guðmundar- og Geirfinnsmálum þar sem nokkur ugmenni voru dæmd fyrir aðild að tveimur mannshvörfum. Í seinni tíð hefur þó komið í ljós að víða var pottur brotinn í þeirri rannsókn sem fram fór og er endurupptökuferli þeirra mála nú komið á dagskrá hjá Hæstarétti Íslands.

 

Á myndinni hér að ofan má sjá áleturun á minnisvarða um þá bræður Runólf og Geirfinn sem reistur hefur verið á æskuslóðum þeirra í Vopnafirði.

Geirfinnur Einarsson hvarf sporlaust í Keflavík 19. nóvember árið 1974.

 FIMM MANNSHVÖRF Á 17. JÚNÍ.

   17.06.2018.

Um kl 4:00, aðfaranótt 17. júní árið 1978 varð lögreglan á Dalvík vör við það að fjórir ungir menn á aldrinum 16-18 ára silgdu út úr höfinni á Dalvík. Þetta voru þeir Egill Antonsson, Gunnar Jónsson, Símon Jóhann Himarsson og Stefán Ragnar Ægisson. Þeir voru á litlum plast árabát með utanborðsmótor, sem þeir höfðu fengið lánaðann og var stefnan sett á Hrísey. Ekki er vitað hvaða erindum þeir ætluðu að sinna í Hrísey en fram kemur í fréttum á þessum tíma að veður hafi verið með afbrygðum gott og segil sléttur sjór.  Lögreglan fylgdist með þeim í sjónauka uns þeir hurfu inn fyrir hafnargarðinn í Hrísey. 

Þegar líða tók á daginn og farið var að grenslast fyrir um þá þar út í eyju kom í ljós að enginn kannaðist við að hafa séð þá þar né orðið bátsinns varir. Í kjölfarið var sett í gang viða mikil leit sem aldei skilaði neinu fyrir utan að skór eins af fjórmenningunum fannst og ein ár út bátnum. Þykir málið enn þann dag í dag ákaflega dularfullt.

Þann 17. júní árið 1986, hvarf 19 ára gömul, íslensk stúlka í Noregi eftir skamma dvöl þar. Hún hét Guðný Helga Hrafnsdóttir Tulinius. Hún fannst aldrei.

ARTUR FUNDINN 

25.05.2018.

Líkamsleifarnar sem Fjölnir GK fékk í veiðarfæri í mars síðastliðnum, á Faxaflóa skammt undan Snæfellsnesi voru af Arturi Jarmoszko, 26 ára gömlum, pólskum karlmanni sem hvarf sporlaust í Reykjavík 1. mars árið 2017. Samkvæmt heimildum mannshvorf.is voru strax talsverðar líkur á því að um Artur væri að ræða þar sem skór, sem kom heim og saman við þá sem Artur hafði verið þegar hann hvarf, komu upp með líkamsleifunum. Til að sannreyna það voru DNA sýni úr líkamsleifunum send til Svíðþjóðar til greiningar og komu niðurstöðurnar til landsins á dögunum. 

 

Samkvæmt lögreglu er ekkert á þessi stigi málsins sem bendir til þess að hann hafi horfið með saknæmum hætti.  Ekki liggur þó fyrir með vissu hvernig hann endaði svo langt frá þeim stað er síðast sást til hans en talið er líklegt að sterkum sjávarstraumum sé um að kenna. Ekkert er þó hægt að útiloka um örlög hans. 

Artur Jarmoszko

SAKNAÐ Á ÞESSUM DEGI

17. maí 2018

Þennan dag árið 1950 hvarf Matthías Ásgeir Pálsson á Flateyri.

 

Talið er að hann hafi fallið fram af bryggjunni þar í plássinu og druknað. Matthías var aðeins 6 ára gamall.

61 ÁR FRÁ MANNSHVARFI Í SANDGERÐI

21.04.2018

Lárus Stefánsson skrifstofustarfsmaður hjá Garði h/f var fæddur 16. desember 1896. Hann bjó í húsinu við Tjarnargötu 1 í Sandgerði. Hann hafði einnig búið á Eskifirði um tíma og starfað þar sem bankagjaldkeri. 


Aðfaranótt sunnudagsins 21. apríl 1957 hvarf hann frá heimili sínu í Sandgerði. Ekki liggja fyrir upplýsingar um ástæður eða tildrög hvarfs Lárusar. Umfangsmikil  leit var gerð af Lárusu en án árangurs. Fjörur voru gengnar frá Stafnesi og út á Garðskaga auk þess sem leitað var á Miðnes og

Sandgerðisheiði. 

Lárus var ókvæntur og barnlaus.

Tjarnargata 1 í Sandgerði.

Lárus Stefánsson.

67 ÁR FRÁ MANNSHVARFI

14.04.2018

Þennann dag árið 1951 hvarf Svavar Þórarinsson, 34 ára gamall rafvirkjameistari.

70 ÁR FRÁ HVARFI RAGNARS FRÁ FERJUBAKKA

03.04.2018.

Í dag eru 70 ár frá hvarfi Ragnars Guðundssonar frá Ferjubakka í Borgarfirði. 

5 ÁR FRÁ MANNSHVARFI Í PARAGVÆ

31.03.2018.

Þann 31. mars árið 2013 hvarf Friðrik Kristjánsson sporlaust í Paragvæ. Málið er með þeim óhugnalegri sem orðið hafa í þessum málaflokk. 

Ýtarlega verður fjallað um hvarf Friðriks í bókinni SAKNAÐ - ÍSLENSK MANNSHVÖRF sem kemur út 16. október næstkomandi.

Friðrik Kristjánsson

 Sverrir Kristinsson hvarf 26. mars árið 1972. 

SVERRIS SAKNAÐ Í 46 ÁR

 

Í dag 26. mars 2018 eru 46 ár frá hvarfi Sverris Kristinssonar í Reykjavík. Sökum þess birtum við hér pistil sem birtist síðastliðið vor á Facebook síðunni okkar Íslensk mannshvörf. Enn ítarlegri umfjöllun verður um hvarf Sverris í bókinni Saknað sem kemur út 16. október næstkomandi.

- Sverrir Kristinsson var fæddur 4. desember 1949. Hann var uppalinn í stórum systkynahópi í Höfnum á Reykjanesi. Hann var annálað snirtimenni, stundaði nám við raunvísindadeild Háskóla Íslands og bjó á Nýja Garði í Reykjavík sem var heimavist fyrir háskólanema. Hann var gítarleikari og hafði meðal annars spilað með hljómsveitunum "Blóm Afþökkuð" og "Yoga" Hann var ókvæntur og barnslaus. 

Páskarnir árið 1972 voru snemma það árið og hugðist Sverrir dvelja fyrrihluta pásakfrísins í Reykjavík og lær undir próf. Hann ætlaði svo að fara heim í faðm fjöllskyldunar á Þriðjudeigi og njóta frísins með þeim suður í Höfnum. 

Að kvöldi Pálmasunnudags 26. mars 1972 fór hann ásamt fleirum að skemmta sér í Klúbbnum sem var staðsettur við Borgartún í Reykjavik. Þegar liðið var á skemmtunina tjái hann félaga sínu Birni Bergssyni að hann ætlaði að fara heim og tók hann sér far með leigubíl upp á heimavist. Leigubílstjórinn sem ók honum sagði að Sverrir hafi verið það ölvaður að hann hafi verið í vandræðum með að skrifa ávísun og hafi þeir sanmælgst um það að Sverrir kæmi niður á leigubílastöðina daginn eftir og greiddi farið. Hann segist svo hafa fylgst með því að Sverrir kæmist örugglega inn á vistina og ekið svo á brott.

 Inn á vistinni mætti hann stúlku sem þar bjó og var málkunnugur. Þau skiptust á nokkrum orðum og héldu svo hvort í sitt herbergið. Athygli  vekur að stúlka þessi sem nú er látin sagði að Sverrir hafi ekki verið neitt áberandi ölvaður og gefur það þvi augaleið að þarna er komið hrópandi misræmi í framburðu hennar og leigubílstjóranns sem ók Sverri þetta kvöld. Stúlka þessi býr sig svo til svefns en verður þá vör við það að það koma menn inn ganginn og banka á hurð Sverris sem opnar fyrir þeim. Hún segist heyra á spjall þeirra um stund án þess þó að greina orðaskil en stuttu seinna fari þeir og Sverrir með þeim. Þetta er í síðasta skipti sem vitað er með einhverri vissu um ferðir Sverris Kristinssonar. 

Þegar Sverrir kom svo ekki heim á þriðjudeginum var farið að óttast um hann. Fór fjölskylda Sverris þá til lögreglu og fljótlega upp úr því hófst eftirgrenslan og umfangsmikil leit sem aldrei skilaði neinu. 

Bróðir Sverris fór til lögreglu skömmu eftir hvarfið til að athuga gang mála. Lögreglumaðurinn segði honum að það væri vel vitað hvar hann væri og sagðist bara geta sýnt honum það. Ók lögreglumaðurinn með bróður Sverris upp á ruslahauga í Gufunesi og sagði honum að hér gæti hann fundi bróður sinn, hingað færu þeir nefnilega allir sem tækju líf sitt. Bróðir Sverris spurði þá hvort þeir ættu þá ekki að ná í hann og gengu svo að skúr sem var á svæðinu. Hann er ekkert hér sagði hann við lögreglumanninn. Nei þá getum við ekkert gert, sagði lögreglumaðurinn og við svo búið fóru þeir aftur til baka. 

Þegar herbergi Sverris var skoðað var það snirtilega frágegnið eins og Sverri var von og vísa. Á skrifborði hans var þó vínflaska sem drukkin var niður fyrir axlir og fjögur staup sem drukkið hafði verið úr og þar af lá eitt þeirra á hliðinni. Fjölskylda Sverris fór fram á það að fingraför yrðu tekin af flöskunni og staupglösonum en það var ekki gert af einhverjum óskyljannlegum ástæðum. 

Nokkrum vikum eftir hvarf Sverris hafði lögreglan samband við fjölskyldu hans og þeim gert það orð láta konuna í Norrænahúsinu í friði, hún væri nefnilega búin að þola nóg. Þau vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrir vegna þessarar orðsendingar og kannaðist ekkert þeirra við að hafa verið í neinum samskiptum við neinn hjá þeirri stofnun. Þegar farið var að athuga málið kom í ljós að forstöðumaður Norrænahúsins hafði svipt sig lífi 3 vikum eftir hvarf Sverris og komst sá orðrómu á stað í kjölfarið að ástæðan væri  að hann hefði ekið á Sverrir og komið líki hans fyrir í rotþró undir kjallara húsins. 

Varð orðrómurinn svo strekur að lögregla fann sig tilknúin til að athuga það nánar og var meðal annars leitað hátt og lágt í norrænahúsnu og þar á meðal í áðunefndri rotþró. Ekkert fannst við þessa leit sem rendi stoðum undir þessar sögusagnir. 

Fjölskylda Sverris var ósátt við rannsókn lögreglu og leit. Fannst eins og væri ekki hlustað á þau og leitin hefði ekki verið með nóg og skipulögðum hætti. Aldrei fannst neitt sem skýrt gat hvarf Sverris og eins kom aldrei í ljós hverjir það voru sem heimsóttu Sverrir kvöldið örlagaríka, enda var það eitthvað sem lögreglan athugaði aldrei eða reindi að komast á snoðir um. Garðar Kristinsson bróðir Sverris hafði farist með vélbát ári áður aðeins 16 ára gamall og var þetta því annað stóra höggið sem fjölskyldan varð fyrir á skömmum tíma. 

 

Búir þú yfir upplýsingum eða vilt koma á framfæri ábendingu varðandi ofangreint, eða önnur mannshvörf er þér bent á að hafa samband með tölvupósti.

Póstfangið er mannshvarf@gmail.com - Fullum trúnaði er heitið.

Bjarki H Hall.

LISTI YFIR MANNSHVÖRF - UPPLÝSINGAR ÓSKAST

25.03.2018.

Hér að neðan má sjá lista yfir horfna einstaklinga

á Íslandi og íslendinga sem horfið hafa erlendis.

Eins má sjá að sumstaðar er sérstaklega tekið fram

að ekki liggi fyrir nema tölfræðilegar upplýsingar

um suma af þeim einstaklingum sem horfið hafa og

óskum við eftir upplýsingum til að fylla  upp í þær

eyður. Einnig er þarna takið fram ef okkur vantar

ljósmyndir af viðkomandi einstakingum inn

í gagnagrunninn okkar. 

Svo að sjálfsögu óskum við eftir öllum ábendingum

og upplýsingum almennt um mannshvörf og horfna

einstaklinga hvers smávægilegar sem þær kunna að vera. Tölvupóstfangið okkar er mannshvarf@gmail.com

Listinn er birtur án ábyrgðar en samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir ætti hann að vera réttur.

 

2018 - Ríkharður Pétursson.

- Hvarf á Selfossi 23.01.2018. 

- 46 ára gamall.

- Ekki verið úrskurðaður látinn.

 

2017 - Artur Jarmoszko.

- Hvarf í Reykjavík 01.03.2017.

- 26 ára gamall frá Póllandi.

- Ekki verið úrskurðaður látinn.

 

2016 - Zaki Ibrahim Hala Mohamed.

- Hvarf annaðhvort í Reykjavík eða Egyptalandi 01.06.2016.

- 47 ára gömul, íslenskur ríkisborgari frá Egyptalandi.

- Ekki verið úrskurðuð látin.

 

2015 - Hörður Björnsson.

- Hvarf 15.10.2015 í Reykjavík.

- 25 ára gamall.

 

2015 - EINGÖNGU TIL TÖLFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR UM ÞENNAN EINSTAKLING.

 

2014 - Christiian Matthias Markus.

- Hvarf á Vestfjörðum 18.09.2014.

- 34 ára gamall þýskur ferðamaður.

 

2013 - Friðrik Kristjánsson.

- Hvarf í Paragvæ 31.03.2013.

- 30 ára gamall. 

- Rannsakað sem sakamál.

- Ekki verið úrskurðaður látinn.

 

2013 - Grétar Guðfinnsson.

- Hvarf á Siglufirði 28.04.2013.

- 45 ára gamall.

 

2010 - Matthías Þórarinnsson.

- Hvarf 27.10.2010 í Reykjavík.

- 21 árs gamall.

- Ekki verið úrskurðaður látinn.

 

2007 - Thomas Grünt.

- Hvarf  01.08.2007 í nágreni Svínafellsjökuls.

- 24 ára gamall þýskur ferðamaður.

 

2007 - Matthias Hinz.

- Hvarf  01.08.2007 í nágreni Svínafellsjökuls.

- 29 ára gamall þýskur ferðamaður.

 

2002 - Davide Paita.

- Hvarf 10.08.2002 í nágreni Grenivíkur í Þingeyjarsýslu.

- 33 ára gamall Ítalskur ferðamaður.

 

2002 - EINGÖNGU TIL TÖLFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR UM ÞENNAN EINSTAKLING.

 

2000 - Sveinn Kjartansson.

- Hvarf 25.09.2000 í Reykjavík.

- 42 ára gamall.

 

2000 - Elvar Örn Gunnarsson.

- Hvarf 06.08.2000 í Reykjavík.

- 33 ára gamall.

 

1999 - EINGÖNGU TIL TÖLFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR UM ÞENNAN EINSTAKLING.

 

1997 - Michael Leduc.

- Hvarf 06.09.1997 á Hvolsvelli.

- 19 ára gamall franskur ferðamaður.

 

1994 - Valgeir Víðisson.

- 19.06.1994 í Reykjavík.

- 29 ára gamall.

- Rannsakað sem sakamál.

 

1994 - Júlíus Karlsson.

- Hvarf 26.01.1994 í Keflavík.

- 14 ára gamall.

 

1994 - Óskar Halldórsson.

- Hvarf 26.01.1994 í Keflavík.

- 13 ára gamall.

 

1994 - EINGÖNGU TIL TÖLFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR UM ÞENNAN EINSTAKLING.

 

1993 - Sigtryggur Jónsson.

- Hvarf 23.12.1993 á Akureyri.

- 73 ára gamall.

 

1991 - EINGÖNGU TIL TÖLFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR UM ÞENNAN EINSTAKLING.

 

1991 - EINGÖNGU TIL TÖLFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR UM ÞENNAN EINSTAKLING.

 

1989 - EINGÖNGU TIL TÖLFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR UM ÞENNAN EINSTAKLING.

 

1988 - Kristinn Ólafsson.

- Hvarf 18.10.1988 við fjallgöngu í Himalayafjöllum.

- 27 ára gamall.

 

1988 - Þorsteinn Guðjónsson.

- Hvarf 18.10.1988 við fjallgöngu í Himalayafjöllum.

- 27 ára gamall.

 

1987 - Jón Ólafsson.

- Hvarf 24.12.1987 á Suðurlandi.

- 47 ára gamall.

 

1987 - Guðmundur Finnur Björnsson.

- Hvarf 22.11.1987 í Reykjavík.

- 20 ára gamall.

 

1987 - Eva Bryndís Karlsdóttir.

- Hvarf 28.04.1987 í Vestmannaeyjum.

- 52 ára gömul.

 

1986 - Guðný Helga Hrafnsdóttir Tulinius.

- Hvarf 17.06.1986 í Norgegi.

- 19 ára gömul.

 

1985 - Stefán Þór Hafsteinsson.

- Hvarf 26.05.1985 á Þingvöllum.

- 25 ára gamall. 

 

1985 - Kristján Árnason. 

- Hvarf 19.01.1985 í Reykjavík.

- 29 ára gamall.

 

1985 - EINGÖNGU TIL TÖLFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR UM ÞENNAN EINSTAKLING.

 

1985 - EINGÖNGU TIL TÖLFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR UM ÞENNAN EINSTAKLING.

 

1983 - EINGÖNGU TIL TÖLFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR UM ÞENNAN EINSTAKLING.

 

1982 - EINGÖNGU TIL TÖLFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR UM ÞENNAN EINSTAKLING.

 

1982 - EINGÖNGU TIL TÖLFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR UM ÞENNAN EINSTAKLING.

 

1981 - EINGÖNGU TIL TÖLFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR UM ÞENNAN EINSTAKLING.

 

1980 - Guðlaugur Kristmannsson.

- Hvarf 12.02.1980 í Reykjavík.

- 56 ára gamall.

 

1979 - Sigbjartur Björn Sigurbjörnsson.

- Hvarf 24.10.1979 í Vestmannaeyjum.

- 29 ára gamall frá Súgandafirði.

 

1979 - Ólafur Haraldur Kjartansson.

- Hvarf 20.05.1979 við Bitrufjörð.

- 25 ára gamall.

 

1978 - EINGÖNGU TIL TÖLFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR UM ÞENNAN EINSTAKLING.

 

1978 - EINGÖNGU TIL TÖLFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR UM ÞENNAN EINSTAKLING.

 

1978 - EINGÖNGU TIL TÖLFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR UM ÞENNAN EINSTAKLING.

 

1978 - EINGÖNGU TIL TÖLFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR UM ÞENNAN EINSTAKLING.

 

1977 - Sturla Valgarðsson.

- Hvarf 29.05.1977.

- 22 ára gamall.

 

1977 - EINGÖNGU TIL TÖLFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR UM ÞENNAN EINSTAKLING.

 

1976 - Gunnlaugur Guðmundsson.

- Hvarf 25.11.1976 í Reykjavík.

- 70 ára gamall.

 

1976 - Þórarinn Gestsson.

- Hvarf 08.02.1976 á Selfossi,

- 24 ára gamall.

- VANTAR MYND.

 

1975 - Sigurður Þórir Ágústson.

- Hvarf 02.05.1975 á Reykjanesi.

- 48 ára gamall.

 

1974 - Geirfinnur Einarsson.

- Hvarf 19.11.1974 í Keflavík.

- 32 ára gamall.

- Rannsakað sem sakamál.

 

1974 - Willy Petersen.

- Hvarf 04.09.1974 í Reykjavík. 

- 44 ára gamall færeyskur sjómaður.

 

1974 - Bjarni Matthías Sigurðsson.

- Hvarf 28.08.1974 á Snæfellsnesi.

- 79 ára gamall.

 

1974 - Guðmundur Einarsson.

- Hvarf 27.01.1974 í Hafnafirði.

- 18 ára gamall.

- Rannsakað sem sakamál.

 

1973 - Einar Vigfússon.

- Hvarf 06.09.1973 í Reykjavík.

- 46 ára gamall.

 

1973 - Kristinn Ísfeld.

- Hvarf 18.02.1973 í Reykjavík.

- 29 ára gamall.

 

1973 - Erlendur Guðlaugur Jónsson.

- Hvarf 01.01.1973 á Siglufirði.

- 60 ára gamall.

 

1972 - Sverrir Kristinsson.

- Hvarf 26.03.1972 í Reykjavík.

- 22 ára gamall frá Höfnum á Reykjanesi.

 

1970 - Jón Reykjalín Valdimarsson.

- Hvarf 13.11.1970 í Keflavík.

- 49 ára gamall.

 

1970 - Viktor Bernharð Hansen.

- Hvarf 17.10.1970 í Bláfjöllum.

- 41 árs gamall.

 

1969 - Kristjón Ágústsson Tromber.

- Hvarf 24.11.1969 í Reykjavík.

- 47 ára gamall.

 

1969 - Bernard Journet.

- Hvarf 12.05.1969 í Vestmannaeyjum.

- 22 ára gamall farandverkamaður frá Frakklandi.

 

1968 - Magnús Teitsson (Max Robert Henrich Keil).

- Hvarf 30.11.1968 í Kópavogi.

- 60 ára gamall fæddur í Þýskalandi en tók upp íslenskt nafn og ríkisfang.

 

1965 - Elíasbet Bahr Ingólfsson.

- Hvarf 14.12.1965 í Reykjavík.

- 39 ára gömul frá Þýskalandi en var íslenskur ríkisborgar.

 

1965 - EINGÖNGU TIL TÖLFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR UM ÞENNAN EINSTAKLING.

 

1964 - Jónatan Árnason.

- Hvarf 23.05.1964 í Vestmannaeyjum.

- 49 ára gamall.

 

1963 - Bárður Jónsson.

- Hvarf 30.12.1963 í Kópavogi

- 68 ára gamall.

 

1963 - Jörgen Viggósson.

- Hvarf 28.07.1963 í Reyjavík.

- 24 ára gamall.

 

1963 - Kristinn Ólafsson.

- Hvarf 28.07.1963 í Reyjavík.

- 27 ára gamall.

- VANTAR LJÓSMYND.

 

1963 - EINGÖNGU TIL TÖLFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR UM ÞENNAN EINSTAKLING.

 

1961 - Vilhjálmur Guðmundsson.

- Hvarf 27.09.1961 í Vestmannaeyjum.

- 65 ára gamall.

 

1959 - Halldór Halldórsson.

- Hvarf 01.04.1959 í Kanada.

- 62 ára gamall. 

- VANTAR LJÓSMYND.

 

1957 - Lárus Stefánsson.

- Hvarf 21.04.1957 í Sandgerði.

- 60 ára gamall.

 

1956 - Pétur Guðmundsson

- Hvarf 15.12.1956 í Reykjavík.

- 35 ára gamall.

 

1956 - Jón Erlendsson.

- Hvarf 30.01.1956 í Keflavík.

- 26 ára gamall.

 

1956 - Jón Ólafsson.

- Hvarf 30.01.1956 í Keflavík.

- 22 ára gamall.

 

1955 - Magnús Pétur Ottósson.

- Hvarf 19.08.1955 í Reykjavík.

- 44 ára gamall.

 

1953 - Magnús Guðlaugsson.

- Hvarf 09.10.1956 í Reykjavík.

- 34 ára gamall.

 

1953 - Anthony Prosser.

- Hvarf 06.08.1953 á Öræfajökli.

- 21 árs gamall breskur háskólanemi.

 

1953 - Ian Harrisson.

- Hvarf 06.08.1953 á Öræfajökli.

- 23 ára gamall breskur háskólanemi.

 

1952 - Vilhjállmur Guðjónsson.

- Hvarf 10.05.1952 í Reykjavík.

- 50 ára gamall.

- VANTAR LJÓSMYND.

 

1951 - Svavar Þórarinsson.

- Hvarf 14.04.1951 í Reykjavík.

- 34 ára gamall.

 

1950 - Hjörtur Bjarnason.

- Hvarf 26.02.1951 í Skotlandi.

- 50 ára gamall.

- VANTAR LJÓSMYND.

 

1950 - Garðar Gunnar Þorsteinsson.

- Hvarf 06.10.1950 í Reykjavík.

- 20 ára gamall.

 

1950 - Matthías Ásgeir Pálsson.

- Hvarf 17.05.1950 á Flateyri.

- 6 ára gamall.

- VANTAR LJÓSMYND.

 

1948 - Ragnar Guðmundsson.

- Hvarf 03.04.1948 í Borgarfirði vestri.

- 35 ára gamall.

- VANNTAR LJÓSMYND.

 

1947 - Pétur Einarsson.

- Hvarf 27.06.1947 á Seyðisfirði.

- ALDUR ÓÞEKKTUR.

- VANTAR LJÓSMYND.

 

1946 - Baldvin Baldvinsson.

- Hvarf 16.05.1946 á Akureyri.

- 69 ára gamall.

- VANTAR LJÓSMYND.

 

1946 - Árni Ólafsson.

- Hvarf 19.12.1946 á Akureyri.

- 49 ára gamall.

 

1945 - Hannes Pálsson.

- Hvarf 04.01.1945 í Reykjavík.

- 25 ára gamall.

 

1943 - Gísli Jóhannsson.

- Hvarf 21.11.1943 á Akureyri.

- 42 ára gamall.

 

1941 - Runólfur Kristberg Einarsson.

- Hvarf 19.06.1941 á Vopnafirði.

- 3 ára gamall.

- VANTAR LJÓSMYND.

 

1939 - Tryggvi Júlíus Guðmundsson.

- Hvarf 22.05.1939 á Akureyri.

- 73 ára gamall.

- VANTAR LJÓSMYND.

 

1935 - Hannes Rósinkar Stefánsson.

- Hvarf 28.10.1935 á Jökuldalsheiði.

-  58 ára gamall.

- VANTAR LJÓSMYND.

 

1933 - Sigurlaugur Sigfinnsson.

- Hvarf 23.12.1933 í Hafnafirði.

- 28 ára gamall.

- VANTAR LJÓSMYND.

 

1932 - Gunnlaugur Ólafsson Arnfeld.

- Hvarf 23.03.1932 á Akureyri.

- 47 ára gamall.

- VANTAR LJÓSMYND.

 

1930 - Sveinbjörn Jakobsson.

- Hvarf 09.10.1930 í Reykjavík.

- 46 ára gamall.

- Talið saknæmt.

- VANTAR LJÓSMYND.

                                            Bjarki H Hall.

LÍKAMSLEIFAR Á FAXAFLÓA

21.03.2018.

Fyrir um mánuði síðan fékk báturinn Fjölnir GK líkamsleifar manns í veiðarfærin. Um var að ræða fót fyrir neðan hné ásamt einhverju fleiru, meðal annars skó. 

Skjáskot af Google earth sem sýnir Faxaflóa

Aðalsteinn Friðþjófsson skipstjóri hafði þegar í stað samband við viðeigandi aðila auk þess að taka niður hnitin af staðnum. Lögregla tók fótinn í sína vörslu. Í framhaldi var svo ráðist í aðgerðir til að kanna hvort fleiri líkamshlutar fyndust á þessum slóðum. Þar sem mikið dýpi er á svæðinu þurfti að notast við sérútbúna kafbáta við verkið. Á botninum fundust fleiri líkamspartar, meðal annars höfuðkúpa. Líkamsleifunum var náð upp í annari tilraun og eru nú til rannsóknar hjá Kennslanefnd Ríkislögreglustjóra. Búið er að senda DNA sýni úr líkamsleifunum til Svíþjóðar í von um að fá úr því skorið hverjum beinin tilheyra. 

Samkvæmt Jóni Birni Bogasyni hjá Kennslanefnd Ríkislögreglustjóra, í viðtali við síðdegisútvarpið á Rás 2 þann 20. mars síðastliðinn er slíkum líkamsleifum eytt ef samsvörun við gagnagrunn lögreglu finnst ekki. Hann gaf þó ekki út hvernig það væri staðið að slíkri eyðingu. 

Búast má við niðurstöðum úr DNA greiningu eftir þrjár til fjórar vikur. 

VESTURFARI HVERFUR

Árið 1959 hvarf Íslendingur í Kanada en hann hafði búið þar í landi ásamt fjölskydu sinni frá barnsaldri.

Meðfylgjandi er úrklippa í blaðinu Vísir frá 9. maí árið 1960 og fjallar um hið dularfulla hvarf á Halldóri Halldórssyni frá árinu áður

Úrklippa úr Vísi 9. maí árið 1960

Í FRÉTTABLAÐINU Í DAG

Á blaðsíðu 32 í Fréttablaðinu í dag, 10.febrúar 2018 gefur að líta viðtal við Bjarka Hall, stofnanda síðunar. Endilega nælið ykkur í eintak.

RÍKHARÐUR ENN ÓFUNDINN

Leit af Ríkharði Péturssyni hefur verið hætt.

Skipu­lagðri leit að Rík­h­arði Pét­urs­syni hef­ur verið hætt í dag, 27.janúar 2018. Ölfusá verður þó áfram vöktuð en leit­ar­hund­ar höfðu fundið slóð hans liggja að ánni og því hef­ur verið leitað í henni og á bökk­um henn­ar síðustu daga. Lög­regl­an tel­ur nú flest benda til þess að Rík­h­arður hafi farið í ána.

Síðast sást til Rík­h­arðs síðdeg­is á þriðju­dag fyr­ir tæpri viku. Þá sást hann í versl­un á Sel­fossi. Í kjöl­farið sást hann á eft­ir­lits­mynd­vél­um í iðnaðar­hverf­inu og svo við hús um bæn­um um klukk­an 18.30 um kvöldið. Síðan hef­ur ekk­ert til hans spurst.

Um­fangs­mik­il leit hef­ur verið gerð að Rík­h­arði síðustu daga, bæði inn­an­bæjar á Sel­fossi sem og við Ölfusá. Á annað hundrað björg­un­ar­sveit­ar­menn tóku þátt í leit­inni á föstu­dag. Henni var svo áfram­haldið um helg­ina en skipu­lagðri leit hef­ur nú verið hætt. „Að því er við telj­um er flest sem bend­ir til þess að hann hafi farið í ána,“ seg­ir Garðar Már Garðars­son, varðstjóri lög­regl­unn­ar á Suður­landi.

Odd­ur Árna­son, yf­ir­lög­regluþjónn á Sel­fossi, sagði í sam­tali við mbl.is á laug­ar­dag að eng­ar vís­bend­ing­ar væru um að neitt refsi­vert hefði átt sér stað. 

Lög­regl­an hóf að lýsa eft­ir Rík­h­arði á fimmtu­dag. Í þeirri til­kynn­ingu kom fram að hann er fædd­ur árið 1969, hefði farið frá heim­ili sínu að Eyr­ar­vegi á Sel­fossi á þriðju­dag og að ekk­ert væri vitað um ferðir hans eft­ir það.

Nokkr­ar vís­bend­ing­ar bár­ust í kjöl­farið, m.a. um viðkomu hans í versl­un í bæn­um eins og fyrr seg­ir. 

(TEXTINN ER ÚR FRÉTT AF MBL.IS)